04.10.2005
Fermingarfræðslan er nú í þann mund að hefjast. Nemendum er skipt í þrjá hópa eins og undanfarna vetur. Í hópi 1 eru nemendur Oddeyrarskóla og 8.B Brekkuskóla, í hópi 2 væntanleg fermingarbörn úr Lundarskóla og í hópi 3 eru nemendur úr 8.A og 8.C Brekkuskóla. Fermingarfræðslan fer fram á þriðjudögum klukkan 15 og mætir einn hópur í senn.
Fermingardagar 2006 hafa nú verið ákveðnir. Fermt verður laugardaginn 8. apríl, sunnudaginn 9. apríl (pálmasunnudag), laugardaginn 29. apríl, laugardaginn 27. maí og sunnudaginn 4. júní (hvítasunnudag).