15.08.2006
Í næstu viku hefjast fermingarstörfin í Akureyrarkirkju. Að þessu sinni hefjast þau með námskeiðum á Vestmannsvatni þar sem gist verður eina nótt. Lagt verður af stað seinnipart dags og komið um kvöldið daginn eftir. Fræðsla í bland við söng og útivist er meðal þess sem hæst ber enda umhverfið við Vestmannsvatn kjörið til slíkra hluta. Fermingarhópnum verður skipt í þrennt og leggur fyrsti hópur af stað nk. mánudag. Fermingarfræðslan heldur svo áfram innan veggja kirkjunnar frá og með miðjum september og stendur til loka marsmánaðar eða allt þar til fyrstu fermingarnar hefjast.