15.12.2008
Þriðjudaginn 16. desember kl. 20.30 stendur Björg Þórhallsdóttir fyrir fjáröflunartónleikum fyrir líknarsjóðinn
Ljósberann.
Sjóðurinn er minningarsjóður séra Þórhalls Höskuldssonar. Tilgangur sjóðsins er að veita líknar- og viðlagaaðstoð
til sóknarbarna Akureyrarkirkju, með sérstaka áherslu á aðstoð til bágstaddra fjölskyldna fyrir jól.
Sjóðurinn er í vörslu Akureyrarkirkju og hægt er að leggja fjárframlög inn á reikning sjóðsins hjá Kaupþing,
0302-13-701414, kt. 410169-6149.
Á tónleikunum koma fram auk Bjargar, Óskar Pétursson, Kammerkórinn Hymnodia, Kór Akureyrarkirkju og Stúlknakór Akureyrarkirkju. Organistar og
stjórnendur kóra eru Eyþór Ingi Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
Allir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína og mun aðgangseyririnn renna óskiptur til sjóðsins.