Næstkomandi fimmtudag, 17. desember, verða haldnir fjáröflunartónleikar til styrktar Líknarsjóðunum Ljósberanum - minningarsjóður sr. Þórhalls Höskuldssonar, í
Akureyrarkirkju og hefjast tónleikarnir kl. 20.00.
Þar koma fram: Björg Þórhallsdóttir, sópran, Óskar Pétursson, tenór,
Petrea Óskarsdóttir, þverflauta, Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðla,
Elísabet Waage, harpa, Kór Akureyrarkirkju, Hymnodia og
Kammerkórinn Ísold. Organistar og stjórnendur eru Eyþór Ingi Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Á efnisskránni eru íslensk og erlend jólalög.
Aðgangseyrir er kr. 1500,-
(Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum).
Forsala aðgöngumiða er í Eymundson, Hafnarstræti.
Allir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína og mun aðgangseyririnn renna óskiptu til sjóðsins.