Sunnudaginn 4. október kl. 11:00 hefst fjölskyldusamvera hjá okkur í kirkjunni. Við tökum þátt í Barnamenninarhátíð Akureyrar og bjóðum upp á listasmiðjur tengdum þremur biblíusögum. Við hefjum samveruna uppi í kirkju þar sem barnakórinn mun syngja fyrir okkur og með okkur ásamt skemmtilegri fræðslu um bænina. Eftir það verður farið niður í Safnaðarheimilið þar sem við taka 3 listasmiðjur. Börnin hafa frjálst val um hversu margar listasmiðjur þau fara í. Á hlaðborði í Safnaðarheimilinu verða léttar veitingar sem þátttakendur eru beðnir um að leggja til og geta því allir fengið sér smá snæðing áður en farið er heim.
Verið velkomin að taka þátt. Við gætum að sóttvörnum og sýnum aðgát varðandi covid og þá sérstaklega við hlaðborðið.