Fræðsla á foreldramorgni fimmtudaginn 20. maí nk.

Fimmtudaginn 20. maí kemur Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla í heimsókn á foreldramorgunn. Hún ætlar að segja frá stöðu leikskóla og dagforeldramála hér í bæ. Kynningunni verður streymt á facebook-síðu foreldramorga svo þeir sem ekki eiga heimangengt geti fylgst með.
Húsið opnar kl. 10.00 og við endum kl. 12.00. Kynningin hefst kl. 10.30.
Morgunverðarhlaðborð á kr. 500 og staðsetning er Glerárkirkja.

Nánari upplýsingar og skráning er á facebook.com/foreldramorgnar sameinaðir. Glerárkirkja, Akureyrarkirkja