Nú er samkomubann á Íslandi. Kirkjulegar athafnir eru meðal þess sem bannið nær til. Útfarir mega því aðeins fara fram með ákveðnum skilyrðum. Annars vegar felast þau í því að fjöldi viðstaddra er takmarkaður en hins vegar verða að vera tveir metrar hið minnsta á milli kirkjugesta.
Vegna þessa banns verður fyrirkomulag útfara hér í bæ með þessum hætti á meðan bannið er í gildi:
1) Útfarir verða ekki opnar almenningi og fara fram frá Akureyrarkirkju. Kistulagningar verða á sama stað í beinum tengslum við útfarirnar.
2) Ekki er hægt að taka við fleiri gestum í kirkjuna en 85. Fjölskyldur af sama heimili mega sitja saman. Kirkjuverðir raða niður í kirkjuna.
3) Unnt er að streyma athöfnum niður í Safnaðarheimili. Þar eru sæti fyrir 50 manns. Einnig er hægt að streyma útförum á lokað svæði á netinu.
4) Erfidrykkjur í Safnaðarheimili eru ekki mögulegar.
Prestar í bænum munu haga þjónustu sinni og verkaskiptingu þannig að engin óþarfa áhætti sé tekin og í sem bestu samræmi við tilgang samkomubannsins.
Nánari tilhögun verður kynnt aðstandendum. Fólk er hvatt til að hafa samband í síma eða með tölvupósti. Síminn í Útfararþjónustu Kirkjugarða Akureyrar er 461-4060 og netfangið er utfarir@kirkjugardur.is
Þessar aðstæður krefjast góðs samstarfs og tillitssemi. Starfslið kirkna og útfararþjónustu á Akureyri mun gera allt sem í þess valdi stendur til að gera fólki unnt að kveðja ástvini fallega og virðulega á þessum sérstöku tímum sem vonandi verða fljótir að líða.