Loksins er komið að því! Fyrsta plata Hymnodiu er komin út! Fyrstu viðtökur lofa mjög góðu. Platan þykir fyrsta flokks bæði
hið innra og ytra. Henni verður dreift í verslanir á næstu dögum en einnig er hægt að panta eintak með því að senda póst
á netfangið
hymnodia@akirkja.is.
Þetta hefur verið löng fæðing og gengið á ýmsu. Fyrst stóð til að platan kæmi út snemmsumars enda kórfélagar
afskaplega bjartsýnt fólk. Plötuútgáfa er hins vegar svolítið meira fyrirtæki en virðist við fyrstu sýn. Ákveðið var
að spara ekkert til við gerð umslags og bæklings enda gefur slíkt vísbendingu um hversu mikill metnaður er að baki tónlistinni sem platan hefur að
geyma. Halldór Björn Halldórsson, grafískur hönnuður hjá N&M, hannaði útlitið en fjölmargir aðstoðuðu við öflun
efnis, ljósmynda og annars sem til þurfti.
Húrra fyrir íslenskum kventónskáldum og áfram Hymnodia!