20.02.2006
Í nóvember sl. var haldið upp á 65 ára vígsluafmæli Akureyrarkirkju. Athyglisvert er að lesa það sem arkitektinn, Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins sagði um bygginguna á vígsludeginum, 17. nóvember 1940: ,,Hún varpar ljóma á íslenskt kirkjulíf og mun verða hvöt fyrir alda og óborna að vanda kirkjubyggingar og leita fegurðar í samræmi hins innra og ytra kirkjulífs. ... Hver kynslóð verður að muna það, að hver ný kirkjubygging er einnig reist fyrir ókomna tíma, og allt vort starf miðar að því, að þeir, sem landið erfa, verði fullkomnari og njóti þeirra gæða, er vér leggjum þeim í hendur." (Saga Akureyrarkirkju, 1990).