Frábær krakkahópur tók þátt í Góðverkadögum 1. Mikið var þvælst um nærumhverfi kirkjunnar og ýmis góðverk gerð. Vonum við að þetta skili sér í gleði og ánægju sem flestum til handa. Helstu verkefnin voru: Leikir, góðverkasaga, föndur, gleðikort gefin, bakstur, heimsókn á Hólmasól - leikskólann, heimsókn á Hlíð-dvalarheimili aldraðra, heimsókn í sundlaug Akureyrar og ýmislegt annað sem allt heppnaðist vel. Öll börnin fengu smá kveðjugjafir og skjal og vonumst við til að hitta þau aftur í haust þegar TTT starfið byrjar.
Myndir má sjá hér Góðverkadagar - námskeið 1 (7.-9. júní)
Bestu þakkir öll fyrir góða samveru.
Sonja og Elísabet.