Vikuna 8.-12 júní var haldin Góðverkavika fyrir krakka í 4. - 6. bekk. Börnin voru í skemmtilegum og innihaldsríkum verkefnum frá 9 - 12 alla morgna. Gaman er frá því að segja að vikan gekk afskaplega vel í alla staði og skemmtu börn og starfsfólk sér vel við allskonar góðverk. Meðal annars var farið í Lystigarðinn og runnabeð hreinsuð, útbúin voru gleðikort og gefin vegfarendum og búðarstarfsfólki í miðbænum. Sett var upp brúðusýning og var leikskólum í Akureyrarsókn boðið að koma og horfa á frumsamin verk barnanna. Virkni, sköpunargleði og góðverk einkenndu þessa viku og erum við afar þakklát fyrir þessi frábæru börn sem tóku þátt.
Myndir frá vikunni koma fljótlega á heimasíðuna okkar.
Gleðilegt góðverkasumar!