12.10.2006
Þessa dagana er Jón Ásgeir Sigurvinsson, guðfræðingur, í starfsþjálfun í Akureyrarkirkju. Þjálfunin gengur út á að kynnast sem flestum liðum starfsins í kirkjunni. Á sunnudaginn mun Jón Ásgeir prédika við helgistund kl. 11 í Kapellunni og einnig flytja hugvekju á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 15. Jón Ásgeir lauk kandídatsprófi í guðfræði frá Guðfræðideild Háskóla Íslands vorið 1999 og hélt síðan til náms til Freiburgar í Þýskalandi. Hann leggur þessa dagana lokahönd á doktorsritgerð sína í gamlatestamentisfræðum en sinnir auk þess kennslu í Fjölbrautarskóla Snæfellinga í Grundarfirði, þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni. Starfsþjálfuninni í Akureyrarkirkju lýkur nk. mánudag.