06.03.2006
Rithöfundurinn og heimspekingurinn Gunnar Hersveinn flytur erindi í safnaðarheimili kirkjunnar á morgun, þriðjudag, kl. 20. Erindið ber yfirskriftina ,,Uppeldi og dyggðir" og að því loknu verða almennar umræður og fyrirspurnir. Einnig munu prestar kirkjunnar kynna kvöldsamverur fyrir foreldra skírnarbarna og samverur fyrir nývígð hjón. Á miðvikudagsmorguninn ræðir Gunnar Hersveinn síðan við ...<P>Rithöfundurinn og heimspekingurinn Gunnar Hersveinn flytur erindi í safnaðarheimili kirkjunnar á morgun, þriðjudag, kl. 20. Erindið ber yfirskriftina ,,Uppeldi og dyggðir" og að því loknu verða almennar umræður og fyrirspurnir. Einnig munu prestar kirkjunnar kynna kvöldsamverur fyrir foreldra skírnarbarna og samverur fyrir nývígð hjón. Á miðvikudagsmorguninn ræðir Gunnar Hersveinn síðan við foreldra á mömmumorgnum kl. 10-12. Allir eru velkomnir á þessar samverur. Heimsókn Gunnars Hersveins er liður í dagskrá Kirkjuviku sem stendur fram á sunnudag.</P>