08.12.2005
Laugardaginn 10. desember klukkan 12 heldur Björn Steinar Sólbergsson organisti hádegistónleika í Akureyrarkirkju þar sem hann leikur verk eftir Andrew Carter, Marcel Dupré og Naji Hakim. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Sunnudaginn 11. desember klukkan 17 og 20 flytur svo Kór Akureyrarkirkju árlega jólasöngva sína í kirkjunni. Á efnisskránni er aðventu- og jólatónlist eftir fjölmörg tónskáld, s.s. Róbert A. Ottósson, Jón Þórarinsson, Vaughan Williams, Reginald Jacques og Hans Nyberg. Björn Steinar Sólbergsson stjórnar og Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.