11.04.2006
Upprisuhátíð frelsarans hefst að venju með hátíðarmessu kl. 8. Kór Akureyrarkirkju leiðir sönginn og svo mun Björg Þórhallsdóttir syngja einsöng. Ljósberar og lesarar verða þrjár stúlkur úr TTT- starfinu, þær Róshildur, Helen Birta og Elsa Hrönn. Sverrir Pálsson, fv. skólastjóri, les ritningarlestra. Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson og organisti Eyþór Ingi Jónsson. Að messu lokinni verður morgunkaffi og páskahlátur í safnaðarheimilinu. Fjölskylduguðsþjónusta hefst svo kl. 11 en þar munu ...Upprisuhátíð frelsarans hefst að venju með hátíðarmessu kl. 8. Kór Akureyrarkirkju leiðir sönginn og svo mun Björg Þórhallsdóttir syngja einsöng. Ljósberar og lesarar verða þrjár stúlkur úr TTT- starfinu, þær Róshildur, Helen Birta og Elsa Hrönn. Sverrir Pálsson, fv. skólastjóri, les ritningarlestra. Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson og organisti Eyþór Ingi Jónsson. Að messu lokinni verður morgunkaffi og páskahlátur í safnaðarheimilinu. Fjölskylduguðsþjónusta hefst svo kl. 11 en þar munu Stúlknakórinn og Barnakórinn bera sönginn uppi undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar og Arnórs Vilbergssonar. Prestur er sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir.