19.12.2006
Messuhald í Akureyrarsókn um jólin verður sem hér segir: Aftansöngur á aðfangadag kl. 18. Kór Akureyrarkirkju syngur. Organisti: Eyþór Ingi Jónsson. Prestur: Sr. Svavar A. Jónsson. Miðnæturmessa - Englamessa - kl. 23:30. Kammerkórinn Hymnodia syngur. Organisti: Eyþór Ingi Jónsson. Prestur: Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Jóladagur, 25. desember: Hátíðarmessa kl. 14. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti: Eyþór Ingi Jónsson. Prestur sr. Svavar A. Jónsson. Annar dagur jóla, 26. desember: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakórar syngja við undirleik og stjórn Arnórs B. Vilbergssonar, organista. Prestur er sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Hátíðarmessa í Minjasafnskirkjunni kl. 17. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Arnór B. Vilbergsson og prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Sjáumst í kirkjunni um jólin!