Frábæru og fjörugu sumarnámskeiði er nú lokið með fyrri hópnum þetta sumarið. 12 hressir krakkar úr 5. - 7. bekk komu og tóku þátt á hjálpsemidögum 7. - 9. júní. Verkefnin snéru öll að því að sýna hjálpsemi og efla sig í því. Hlustað var á sögur sem fjalla um hjálpsemi, spilað bingó, farið var í allskonar leiki, og einnig ferðir eins og andapollinn, ruslatínslu, lystigarðinn að fjarlægja fífla, leika við börnin á leikskólanum Iðavöllum og margt, margt fleira. Þeim virðist vera það alveg eðlislægt að sýna hjálpsemi og reyndist þetta því ósköp létt verk fyrir krakkana og virtust þau hafa mjög gaman af þessu. Við þökkum kærlega fyrir móttökurnar og aðstoðina á þeim stöðum sem við heimsóttum. Eftir helgina verður svo annað námskeið fyrir önnur hjálpsöm börn.
Hér koma nokkrar myndir með góðfúslegu leyfir foreldranna. Takk fyrir frábæra samveru
bestu kveðjur Sonja og Ísold.