Hjónabandssæla

Miðvikudaginn 30. apríl kl. 20.00 verður námskeiðið Hjónabandssæla í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.  Þar er fjallað um hjónabandið, eðli þess og tilgang.   Námskeiðið er ætlað hjónum og þeim sem hafa í hyggju að ganga í hjónaband. 
Markmiðið með námskeiðinu er að hjálpa fólki að bæta sambúðina og styrkja hjónabandið.
Leiðbeinendur á námskeiðinu er þau Bryndís Símonardóttir, fjölskylduráðgjafi, og sr. Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur.

Skráning fer fram í síma Akureyrarkirkju, 462-7700, alla virka daga milli kl. 9.00 og 13.00.
Einnig má senda skráningu í tölvupósti á akirkja@akirkja.is

Námskeiðsgjald er kr. 6.000,- pr. hjón.