Hlaupamessa milli kirknanna í bænum

Hlaupamessa hefst í Akureyrarkirkju sunnudaginn 25. ágúst kl. 11.00.
Við ætlum að hlaupa, skokka eða rölta milli kirknanna í bænum.

Það eru þrjár leiðir sem við leggjum upp með að valið sé á milli.
14km – Akureyrarkirkja, Lögmannshlíðarkirkja, Glerárkirkja, Akureyrarkirkja.
9km – Akureyrarkirkja – Glerárkirkja - Akureyrarkirkja
4km – Akureyrarkirkja - Minjasafnskirkjan -Akureyrarkirkja.

Hvert og eitt okkar fer á sínum hraða og lýkur á sínum tíma, en við hefjum stundina á 15 mínútna samveru í Akureyrarkirkju, með smá tónlist og góðu orði. Andleg og líkamleg heilsa haldast í hendur, og það að leggja rækt við andlega lífið er vel hægt að gera á hlaupum eða á göngu.

Verið velkomin til góðrar stundar á ferð milli kirknanna í bænum.

Nánari upplýsingar og kort má finna hér.