07.02.2006
Gríðarlega margir lögðu leið sína í Akureyrarkirkju á síðasta ári samkvæmt nýlegri samantekt. Ríflega 36 þúsund manns tóku þátt í helgihaldi kirkjunnar, athöfnum, tónleikum og barna- og æskulýðsstarfi. Við bætast svo æfingar kóranna sem starfa innan veggja kirkjunnar í hverri viku. Þá eru heimsóknir ferðafólks varlega áætlaðar...Gríðarlega margir lögðu leið sína í Akureyrarkirkju á síðasta ári samkvæmt nýlegri samantekt. Ríflega 36 þúsund manns tóku þátt í helgihaldi kirkjunnar, athöfnum, tónleikum og barna- og æskulýðsstarfi. Við bætast svo æfingar kóranna sem starfa innan veggja kirkjunnar í hverri viku. Þá eru heimsóknir ferðafólks áætlaðar í kringum 35 þúsund á síðasta ári og að auki eru bókanir í safnaðarheimili í tengslum við erfidrykkjur, veislur og fundahöld. Alls er því varlega áætlað að í kringum hundrað þúsund manns hafi komið í kirkjuna á síðasta ári. Bókanir í kirkju og safnaðarheimili hafa vaxið ár frá ári að sögn kirkjuvarðar og eru dæmi um allt að tólf bókanir á einum og sama deginum. Lífseigar sögusagnir um að enginn komi lengur í kirkjuna eiga því tæplega við lengur ef marka má tölur síðasta árs. Hundrað þúsund manns jafngildir því að þriðjungur íslensku þjóðarinnar hafi heimsótt Akureyrarkirkju á síðasta ári.