Íslensk jól - Sigurður Flosason og Hymnodia í Akureyrarkirkju mánudaginn 22. desember
kl. 21.00.
Jólatónleikar Hymnodiu hafa ávallt verið gríðarlega vel sóttir. Á þeim er sköpuð kyrrlát stemmning, slökkt er á
raflýsingu kirkjunnar, ekkert er talað og engar þagnir milli laga. Tónleikarnir mynda því klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geta
látið þreytu líða úr sér, notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin.
Í ár spilar hinn magnaði saxófónleikari, Sigurður Flosason, með Hymnodiu. Sigurður hefur í áraraðir verið einn virtasti og
afkastamesti tónlistarmaður þjóðarinnar. Hann mun spila á ýmis blásturshljóðfæri sem og
slagverkshljóðfæri. Á tónleikunum verða eingöngu flutt íslensk jólalög, bæði gömul og ný, vel þekkt og
óþekkt.
Forsala aðgöngumiða er í Eymundsson, Hafnarstræti.
Miðaverð er kr. 2000.
Menningarráð
Eyþings styrkir samstarf Sigurðar Flosasonar og Hymnodiu.