Íslensk sálmalög í kirkjunni

Michael og Eyþór bregða á leik á æfingu
Michael og Eyþór bregða á leik á æfingu

Síðustu tónleikar sumarsins í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða á sunnudaginn, 27. júlí klukkan 17. Tónlistarmenn að þessu sinni er organisti kirkjunnar, Eyþór Ingi Jónsson, sem hefur fengið til liðs við sig söngvarann Michael Jón Clarke og munu þeir félagar flytja íslensk sálmalög á óhefðbundinn hátt. Tónleikarnir verða að stórum hluta leiknir af fingrum fram og því einstakir.
Óhætt er að lofa því að þunglamalegur 19. aldar sálmasöngur verður ekki fluttur í Akureyrarkirkju á sunnudaginn og einhverjir tónleikagestir munu eflaust sjá sálmasöng í nýju ljósi eftir að hafa hlustað á þá Michael og Eyþór.

  
Tónleikarnir standa yfir í klukkustund án hlés, aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.