Jesús Kristur Súperstjarna

Leikfélagið Adrenalín frumsýnir söngleikinn Jesús Kristur Súperstjarna í Rýminu, þriðjudaginn 27. mars kl. 20.00. Þessi sýning er samstarfsverkefni grunnskóla Akureyrar, Akureyrarkirkju og Leikfélags Akureyrar.
Ungmenni úr grunnskólum Akureyrar fara með öll hlutverk í sýningunni en þau eiga það sameiginlegt að hafa leiklist að vali og hafa fengið að nota leiklistartímana til að undirbúa uppfærsluna. Listrænir stjórnendur eru Þóra Karítas Árnadóttir leikstjóri, Þórhildur Örvarsdóttir söngstjóri og Guðrún Huld Gunnarsdóttir danshöfundur og framkvæmdastjórn er í höndum Hildar Eirar Bolladóttur og Hlínar Bolladóttur. Miðasala er hjá Leikfélagi Akureyrar og á http://midi.is/leikhus/1/6710/ , miðaverð er kr. 1500.