21.12.2004
Aftansöngur jóla verður í Akureyrarkirkju á aðfangadagskvöld klukkan 18. Klukkan 23.30 verður svo miðnæturmessa. Á jóladag er hátíðarmessa klukkan 11 og á sama tíma á annan í jólum verður fjölskylduguðsþjónusta, þar sem fluttur verður helgileikur og svo gengið í kringum jólatréð að messu lokinni. Klukkan 17 annan dag jóla er hátíðarguðsþjónusta í Minjasafnaskirkjunni.
Aftansöngur jóla verður í Akureyrarkirkju á aðfangadagskvöld klukkan 18. Prestur er sr. Svavar A. Jónsson. Kór Akureyrarkirkju syngur og stjórnandinn, Björn Steinar Sólbergsson, leikur á orgel kirkjunnar frá kl. 17.30. Klukkan 23.30 verður svo miðnæturmessa. Þar syngur Hymnodia, kammerkór Akureyrarkirkju, undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir þjónar. Á jóladag er hátíðarmessa klukkan 11. Björg Þórhallsdóttir syngur einsöng og prestur er sr. Svavar A. Jónsson. Á sama tíma á annan í jólum verður fjölskylduguðsþjónusta, þar sem Stúlknakór Akureyrarkirkju og barnakórarnir tveir syngja. Fluttur verður helgileikur og síðan gengið í kringum jólatréð að messu lokinni. Klukkan 17 annan dag jóla er hátíðarguðsþjónusta í Minjasafnaskirkjunni. Prestur er sr. Svavar A. Jónsson og við orgelið Eyþór Ingi Jónsson. <BR>