03.04.2014
Næstkomandi sunnudag 6. apríl heldur Kór Akureyrarkirkju kaffitónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og hefjast þeir strax að messu lokinni
eða kl. 15.00.
Á efnisskránni eru fjölbreytt söngatriði, létt og skemmtileg íslensk og erlend lög. Jafnvel gæti orðið eitthvað um
óvæntar uppákomur. Kaffihlaðborð eins og best gerist. Sérstakir gestir eru þau Helena Eyjólfsdóttir og Valmar Väljaots.
Miðaverð er kr. 1500, en frítt fyrir 12 ára og yngri.
Því miður getum við ekki tekið við greiðslukortum.