Það er aldrei lognmolla í kringum Kirkjukrakkana, sem er hópur barna úr 1. - 4. bekk. Við gerum allskonar hluti saman sem reyna á þroskaþætti barnanna.
Alla miðvikudaga milli kl. 15-16 erum við saman og fylgjum eftir skipulagi æskulýðsfulltrúans. Það sem af er höfum við: farið í óvissuferð á Listasafnið, haft sunnudagaskólatíma, farið í feluleiki um alla kirkjuna, farið í allskonar leikir í salnum, haft ruglþrautatíma og einnig frjálsan dótatíma og margt, margt fleira. Framundan er einnig mikið fjör! bíótími, hrekkjavökuball og jólastúss. Að sjálfsögðu hlustum við á biblíusögur og förum með bænir líka. Syngjum aðeins og spjöllum um lífið og tilveruna.
Myndirnar segja meira en mörg orð, svo njótið!
Sonja, Ísold, Eyrún og Elísabet.
hér eru fleiri myndir af okkur.