Kirkjulistaviku 2005 lýkur sunnudaginn 24. apríl með þremur veglegum dagskráratriðum. Klukkan 11 er guðsþjónusta í Akureyrarkirkju þar sem sr. Jón A. Baldvinsson vígslubiskup predikar og flutt verður kantata eftir Bach. Klukkan 16 hefjast hátíðartónleikar þar sem Voces Thules, kórar, einsöngvarar og orgelleikarar flytja verk eftir Widor og Duruflé. Um kvöldið klukkan 20.30 verður svo æðruleysismessa og kaffi í safnaðarheimilinu að henni lokinni. <P>Kirkjulistaviku 2005 lýkur sunnudaginn 24. apríl með þremur veglegum dagskráratriðum. </P>
<P>Klukkan 11 er guðsþjónusta í Akureyrarkirkju þar sem sr. Jón A. Baldvinsson vígslubiskup predikar og Kór Akureyrarkirkju, einsöngvararnir Sigríður Aðalsteinsdóttir og Michael Jón Clarke og kammersveit úr Tónlistarskólanum á Akureyri flytja kantötu eftir Bach undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið.</P>
<P>Klukkan 16 hefjast hátíðartónleikar þar sem Kór Akureyrarkirkju, Kammerkór Norðurlands, Voces Thules, einsöngvararnir Eiríkur Hreinn Helgason og Guðlaugur Viktorsson og organistarnir Björn Steinar Sólbergsson og Eyþór Inga Jónsson flytja verk eftir Duruflé og Widor. Gestastjórnandi á tónleikunum er Hörður Áskelsson.</P>
<P>Um kvöldið klukkan 20.30 verður svo æðruleysismessa, sú síðasta á þessu vori, þar sem Lísa Hauks syngur einsöng en þau Inga Eydal, Eiríkur Bóasson og Stefán Ingólfsson leiða almennan söng og annast undirleik. Prestar eru sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og sr. Svavar A. Jónsson. Eftir messuna verður boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu.</P>