Konurnar og orgelið


Sunnudaginn 12. febrúar kl. 16.00 verða tónleikar í Akureyrarkirkju sem nefnast Konurnar og orgelið. Á tónleikunum mun Sigrún Magna Þórsteinsdóttir flytja orgelverk samin af konum. Efnisskráin spannar nokkrar aldir af tónlist kvenna í ýmsum stílum, stór verk og lítil, hugljúf og ljóðræn en líka gáskafull, dansandi og dramatísk. Það þykir kannski ekki tiltökumál í jafnréttissamfélagi okkar árið 2017 að kona semji tónlist fyrir orgel en staðreyndin er sú að konur eru skráðar fyrir mjög fáum prósentum orgelverka. Í Danmörku er hlutfallið 1% þrátt fyrir að helmingur organista landsins séu konur. Tónlistin er gullfalleg og vel þess virði að kynna hana.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir eru velkomnir.