Kór Akureyrarkirkju getur bætt við sig söngvurum í allar raddir. Kórinn er fjölmennur og flytur fjölbreytta tónlist bæði við helgihald og á tónleikum. Æfingar eru á þriðjudagskvöldum kl. 19:30-21:30. Frábær félagsskapur og spennandi vetur fram undan.
Stjórnandi kórsins er Þorvaldur Örn Davíðsson. Hann hefur komið víða fram sem kórstjóri m.a. á fjölmörgum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, í Íslensku óperunni og gefið út íslenska kórtónlist á vegum Universal.
Skráning og nánari upplýsingar: thorvaldurorn@akirkja.is