14.06.2004
Kór Akureyrarkirkju söng á Kórastefnu í Mývatnssveit sunnudaginn 13.6.2004.Kór Akureyrarkirkju söng á Kórastefnu í Mývatnssveit sunnudaginn 13.6.2004.<br><br>Kór Akureyrarkirkju tók þátt í Kórastefnu í Mývatnssveit dagana 11.-13. júní. Kórinn söng á tónleikum í Skjólbrekku föstudaginn 11.6. hluta af efnisskrá sinni fyrir væntanlega Slóveníuferð. Aðaltónleikar hátíðarinnar voru svo haldnir í Íþróttahúsinu í Reykjahlíð sunnudaginn 13.6. þar sem flutt var Óratorían Sköpunin eftir J. Haydn. Flytjendur voru: Kór Kórastefnunnar, Gunnar Guðbjörnsson, Margrét Bóasdóttir (prímusmótor og aðalskipuleggjandi Kórastefnunnar), Jóhann Smári Sævarsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Bergþór Pálsson ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.