Krílasálmar, 1. október kl. 10.30

Krílasálmar, tónlistarnámskeið í Akureyrarkirkju sem hefst föstudaginn 1. október kl. 10.30.
Á námskeiðinu læra foreldrar leiðir til að nota söng og tónlist í daglegu uppeldi og umönnun barna sinna. Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum þriggja til tólf mánaða og foreldrum þeirra. Um er að ræða sex skipti, u.þ.b. 45 mínútur í senn þar sem sungnir eru sálmar og lög kirkjunnar, þekkt barnalög og kvæði, leikið og dansað, hlustað og notið samverunnar í notalegu umhverfi kirkjunnar.
Þátttökugjald er kr. 3000 fyrir sex skipti. Skráning og nánari upplýsingar veitir Sigrún Magna í síma 820-7447, einnig má senda tölvupóst á netfangið sigrun@akirkja.is