Akureyrarkirkja og Glerárkirkja standa saman að námskeiði fyrir ungabörn og foreldra þeirra. Námskeiði heitir Krílasálmar og stýrir Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti því góða námskeiði. Farið er í létta leiki með börnunum og sungið og ýmsir hljóðgafar notaðir. Virkilega notalegar og nærandi stundir sem styrkja tengslin milli barnanna og foreldranna. Námskeiðið er foreldrum að kostnaðarlausu og engrar skráningar krafist. Bara að mæta og njóta. Stundirnar hefjast kl. 9.30 og eru til 10:15. Eftir þær er tilvalið að kíkja á foreldramorgnana sem eru í safnaðarheimilinu í Glerárkirkju.
Vakin er athygli á því að námskeiðið verður haldið í Glerárkikju, þar sem foreldramorgnar eru einnig til húsa en þeir eru einnig samvinnuverkefni kirkjanna. Hlökkum til að sjá ykkur.
Sigrún, Sonja og Eydís