Nú er að hefjast nýtt Alfa námskeið.
Kynningarkvöld verður þann 15. september kl. 20.00 í félagsheimili KFUM og KFUK í
Sunnuhlíð.
Boðið verður upp á framhaldsnámskeið á sama tíma. Talið er að um 13 milljónir manna hafi sótt þessi alþjóðlegu
námskeið. Um námskeiðin hefur verið sagt: „Alfa býður upp á möguleika, sem dregur að þúsundir manna á hverju misseri,
fátíðan í menningu heimsins, að ræða stóru spurningarnar - um lífið og dauðann og merkingu þess.“ (The Guardian, London)
Alfa námskeið er kvöldverður, samfélag, fyrirlestur, umræður og helgistund. Í góðum hópi er tekist á við trú og tilgang
lífsins út frá kristnum grunngildum. Það eru tíu þriðjudagskvöld sem námskeiðið tekur. Eyjafjarðarprófastsdæmi og
KFUM og KFUK á Akureyri standa að námskeiðinu. Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, mun kynna námskeiðið, honum til aðstoðar
verður Dögg Harðardóttir, Fjalar Freyr Einarsson og Jóhanna Sigurjónsdóttir.
Kynningarkvöldið er öllum opið og geta menn skráð sig eftir það eða haft samband við Guðmund í síma 462-6702 alla virka daga milli kl.
10.00 og 12.00. Samhliða Alfa 1 námskeiðinu verður framhaldsnámskeið sem nefnist
Lífið er áskorun, boðskapur Fjallræðunnar,
það verður einnig kynnt frekar á kynningarkvöldinu.
Nánari upplýsingar er að finna á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis,
http://kirkjan.is/eyjafjardarprofastsdaemi/2009/08/27/kynning-a-alfa-15-september/