Landsmót 2025

ÆFAK æskulýðsfélag Akureyrarkirkju
ÆFAK æskulýðsfélag Akureyrarkirkju

Landsmót ÆSKÞ, Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar, var haldið um helgina 21.-23. mars.

Landsmót er árlegur viðburður fyrir ungmenni á aldrinum 13-16 ára og nær til æskulýðsfélaga alls staðar á landinu. Í ár var mótið haldið í Vatnaskógi.

Rúmlega 150 börn tóku þátt og með sjálfboðaliðum, leiðtogum og ungleiðtogum voru alls um 200 manns viðstaddir.

Dagskrá mótsins var fjölbreytt og innihélt fræðslu, leiki, helgistundir og ball.

Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju lét sig ekki vanta og þaðan fóru 21 ungmenni, 2 leiðtogar og 2 sjálfboðaliðar.

Helgin heppnaðist gríðarlega vel og það komu allir sáttir og mjög þreyttir heim á sunnudagskvöldinu 😊

Hér er ítarlegri grein um Landsmótið https://www.aeskth.is/2025/03/28/vel-heppnad-landsmot-aeskth/

Við megum vera mjög stolt af krökkunum okkar, þeim var hrósað fyrir góða hegðun og jákvætt hugarfar.