Í júní mánuði bjóðum við í Akureyrarkirkju upp á stutt sumarnámskeið fyrir hinsegin krakka úr 8. - 10. bekk. Þetta eru þrír seinnipartar í júní, nánar tiltekið 8. júní, 13. júní og 15. júní klukkan 17 - 19. Mæting er í Safnaðarheimilið öll skiptin.
Markmið þessa námskeiðis er að efla samkennd unglinganna og styrkja þau ásamt því að bjóða þau velkomin í kirkjuna.
Farið verður í ýmsa leiki, úti og inni, prestarnir sjá um gott spjall og fræðslu, sameiginlegt listaverk verður unnið og síðasta skiptið verður lokagleði með léttum veitingum, þar sem Eden Hróa mun koma til okkar og syngja nokkur lög.
Við hlökkum til að taka á móti unglingunum, en skráning er nauðsynleg á námskeiðið fyrir föstudaginn 3.júní.
Um námskeiðið sjá; Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju, sr. Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju, sr. Stefanía Steinsdóttir prestur í Akureyrarkirkju og Felix Hrafn Stefánsson, leiðtogi í Akureyrarkirkju.