Lokahátíð barnastarfsins eftir veturinn 2021-2022 var haldin hátíðleg þann 1. maí 2022. Börn úr öllum hópum streymdu til kirkjunnar og tóku þátt í gleðinni með foreldrum og forráðamönnum sínum. Barnakórarnir sungu fallega fyrir kirkjugesti, brúðuleikrit og biblíusaga voru á sýnum stað og sýndar voru ljósmyndir úr starfinu. Eftir stundina í kirkjunni var farið út til að faðma kirkjuna. kveðja hana og þakka henni fyrir veturinn, þó svo einhverjir komi til okkar í sumar þá þiggur kirkjan alltaf knús :) Boðið var upp á grillaðar pylsur í Safnaðarheimilinu og einnig kaffi.
Orgeltónleikar fjölskyldunnar hófust svo um kl. 12:30 og voru afar vel heppnaðir með dásamlegri tónlist úr kvikmyndum og víðar.
Starfsfólk kirkjunnar er mjög ánægt með hvernig til tókst og þakkar öllum þeim sem hjálpuðu til við undirbúning og framkvæmdina þennan góða dag.
Við tökum nú sumarfrí frá þessu hefðbundna vetrarstarfi og vonumst eftir að sjá hópinn aftur í haust. Mun allt starfið verða auglýst í dagskránni að venju og á síðum kirkjunnar.
Takk kærlega fyrir veturinn, öll, og eigið gott sumar!
hér er kominn linkur á myndaalbúm frá þessum degi!