Næstkomandi sunnudag, 25. apríl, verður Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00, en það
er jafnframt lokahátíð barnastarfsins. Þar verður margt skemmtilegt um að vera, meðal annars ætlar Lilli klifurmús að kíkja
í heimsókn, yngri barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur og sr. Sólveig Halla ætlar að
koma og vera með okkur. Umsjón með guðsþjónustunni verða Sunna Dóra, Sólveig Halla og Svavar.
Strax að guðsþjónustu lokinni verður boðið til pizzuveislu í Safnaðarheimilinu.
Stórtónleikar barnakóra kirkjunnar ásamt hljómsveit hefjast svo í kirkjunni kl. 12.30. Aðgangur er ókeypis og eru
allir hjartanlega velkomnir.