13.03.2006
Fræðslusamverur með fermingarbörnum hafa verið síðdegis á þriðjudögum í vetur. Fræðsluefnið ,,Guðað á glugga" er byggt á myndefnum í gluggum kirkjunnar sem sýna helstu atburði úr lífi og starfi frelsarans ásamt því að varpa upp glefsum úr íslenskri kirkjusögu. Og nú er lokasprettur fermingarstarfanna hafinn. Síðustu samverur verða næstu þrjá þriðjudaga og svo verður aukatími alveg í lokin fyrir þau sem misst hafa mikið úr í vetur. Fermingarathafnir þetta árið verða fimm talsins, sú fyrsta laugardaginn 8. apríl og sú síðasta á hvítasunnu, 4. júní.