Fimmta og síðasta samveran í röðinni, "Mánudagar gegn mæðu", verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, mánudaginn 24.
nóvember kl. 20.00.
Að þessu sinni mun Dr. Björg Bjarnadóttir, sálfræðingur, tala um vonina. Óskar Pétursson syngur. Heitt
verður á könnunni.
Fundarstjóri er Margrét Blöndal.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Aðgangur er ókeypis enda gefa allir sem að samverunum koma vinnu sína.
Einnig minnum við á Lögmannavaktina, ókeypis lögfræðiaðstoð í Safnaðarheimilinu alla mánudaga frá kl. 17.30
til 19.00. Tímapantanir í síma 462-7700, milli kl. 9.00 og 13.00, alla virka daga.