Samkomubannið sem stjórnvald hafa ákveðið að setja á frá og með miðnætti aðfararnótt mánudagsins 16. mars hefur m. a. þessar afleiðingar á starfið í Akureyrarkirkju:
- Fjölskylduguðsþjónusta sem vera átti í kirkjunni sunnudaginn 15. mars fellur niður og annað helgihald í kirkjunni á meðan samkomubannið er í gildi.
- Samveru eldri borgara sem vera átti í kirkjunni fimmtudaginn 19. mars verður frestað.
- Fermingarathöfninni 4. apríl verður frestað og fermingarbörnum gefinn kostur á öðrum dagsetningum. Stefnt er að því að athöfnin laugardaginn 25. apríl fari fram enda verður þá búið að aflétta samkomubanni gangi fyrirætlanir yfirvalda eftir. Verði bannið framlengt getur fólk valið sér annan dag. Vilji einhverjir sem ætluðu að fermast 25. apríl færa sig strax á einhvern annan dag er það að sjálfsögðu heimilt. Aðrir fyrirhugaðir fermingardagar eru laugardagurinn 23. maí kl. 10:30, hvítasunnudagur 31. maí kl. 10:30 & 13:30 og laugardagurinn 6. júní kl. 10:30 & 13:30. Hugsanlega er hægt að bæta við fermingarbörnum í einhverjar þessara athafna en í næstu viku munum við senda frá okkar fleiri valkosti.
- Fólki er ráðlagt að fresta skírnum og hjónavígslum en þær sem fara fram á meðan samkomubann gildir verða með þeim takmörkunum sem af því hlýst.
- Útfarir geta farið fram frá kirkjunni en þeim verður að haga í samræmi við ákvæði samkomubannsins.
- Prestar verða til viðtals í kirkjunni og ennfremur verða auglýstir sérstakir símaviðtalstímar.
- Tilhögun annars safnaðarstarfs verður kynnt á allra næstu dögum.
Hér má lesa yfirlýsingu frá Þjóðkirkjunni vegna þessara nýjustu aðgerða:
https://kirkjan.is/frettir/frett/2020/03/13/Frettatilkynning-vegna-COVID-19-veirunnar/
Þar segir m. a.:
„Framundan er mikil áskorun fyrir íslenskt samfélag að takast á við þennan vágest sem COVID-19 er. Þar mun fullur sigur vinnast með samtakamætti, samheldni og ábyrgð – trú, von og kærleika.“