Akureyrarkirkju var á dögunum afhent þessi fallega gjöf en hjónin Margrét Kristinsdóttir og Gunnar Sólnes gáfu bútasaumsveggteppi sem
Margrét saumar til minningar um langömmubarn sitt Margrétar Tinnu Guðmannsdóttur Petersen sem lést langt fyrir aldur fram aðeins 21 árs gömul.
Bútasaumsteppið prýðir nú vegg Safnaðarheimilisins og ber heitið "Lífsgleðin" en í gjafabréfi sem fylgir gjöfinni segir að
í mynstri teppisins megi finna kæleikann, gróandi jurtir náttúrunnar, frelsi fugla himinsins og gleði barna við leik í heimahögum.
Þakklætið er sannarlega okkar fyrir fallega gjöf.