Mótormessa

Sunnudaginn 4. maí, kl. 11.00 verður haldin Mótormessa í Akureyrarkirkju.
Messuhópur ásamt mótorhjólafólki aðstoðar við messuna.  Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur.  Kristján Edelstein og Pétur Kristjánsson spila ásamt Eyþóri Inga Jónssyni, organista.  Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.
Mótorhjólafólk er sérstaklega hvatt til að mæta.
Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu að messu lokinni.