07.03.2002
Laugardagurinn 9. 3. er næstíðasti dagur kirkjuviku og er þá boðið upp á tónleika og málþing.Laugardagurinn 9. 3. er næstíðasti dagur kirkjuviku og er þá boðið upp á tónleika og málþing.<br><br>Hádegistónleikar Björns Steinars Sóbergssonar hefjast í kirkjunni kl. 12:00. Að þeim loknum verður hægt að kaupa sér léttan hádegisverð í Safnaðarheimili, en kl. 13:30 hefst þar málþing um manngildi og mannréttindi á viðsjárverðum tímum. Frummælendur þar eru þau dr. Björn Björnsson, prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, forseti kennaradeildar Háskólans á Akureyri og Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Þingstjóri er Birgir Guðmundsson, fréttastjóri DV.
<br>Öllum er heimil þátttaka á málþinginu og er aðgangur ókeypis, bæði á það og tónleika Björns Steinars í hádeginu.