Við í Akureyrarkirkju bjóðum nýja æskulýðsfulltrúann okkar Tinnu Hermannsdóttur velkomna til starfa. Tinna tekur við af Sonju Kro og mun sjá um Kirkjukrakka, TTT-starfið, Æskulýðsfélagið, sunnudagaskólann og fleira hjá okkur. Hún er menntuð leik- og grunnskólakennari og hefur unnið sem leikskólakennari í mörg ár. Tinna hefur undanfarið starfað sem svæðisfulltrúi Kfum&k á norðurlandi auk þess að leysa af og til í sunnudagaskólanum í Glerárkirkju. Tinna þekkir vel til starfsins í sókninni en hún vann sem leiðtogi í barna- og unglingastarfi Akureyrarkirkju árin 2006-2013.