Það er alltaf gaman að fara í óvissuferð og koma krökkunum á óvart! Þennan rigningardag skelltum við okkur í eina stutta ferð í nærumhverfi kirkjunnar. Fyrst var gengið í oddeyrargötuna til að skoða tréstyttusafn Hreins Halldórssonar. Þar eru mörg listaverk úti í garðinum sem mjög gaman er að skoða og fræðast um. Þarna voru persónur úr hinum ýmsu ævintýrum.
Að því loknu skelltum við okkur á örtónleika hjá Tónræktinni, en Magni Ásgeirsson og nemandi hans spiluðu fyrir okkur lög og sungu börnin hástöfum með.
Við fórum bæði niður stiga og upp stiga og fengum svo að launum ís/frostpinna.
Virkilega skemmtileg ferð með kurteisum og flottum kirkjukrökkum.
hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni!