Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir og sr. Þorgrímur Daníelsson
Tveir prestar hins nýja Akureyrar- og Laugalandsprestakalls eru frá störfum, sr. Hildur Eir vegna veikinda til áramóta og sr. Jóhanna í barnsburðarleyfi fram á vor. Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, mun annast helgihaldið fram í firði fyrir sr. Jóhönnu. Eydís Ösp Eyþórsdóttir, starfsmaður Glerárkirkju, tekur að sér barnastarf og fermingarfræðslu þar fremra.
Sr. Stefanía Steinsdóttir, prestur í Glerárkirkju, ætlar að færa sig um set yfir ána og leysa sr. Hildi Eir af næstu mánuðina. Auk þess mun sr. Þorgrímur Daníelsson, sóknarprestur á Grenjaðarstað, verða söfnuðunum hér á Akureyri innanhandar í þessum sérstöku aðstæðum. Hann mun til dæmis messa í Akureyrarkirkju nú á sunnudaginn.
Við bjóðum þau öll velkomin til starfa og hlökkum til samstarfsins við þau.
Sr. Stefanía mun sjá um fermingarfræðsluna með sr. Svavari. Hún verður til viðtals á viðtalstímum prestanna í Safnaðarheimili. Síminn hjá henni er 862-8887 en hjá sr. Þorgrími 893-1804.