Tónleikar í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 25. október kl. 20.00. Listvinafélag Akureyrarkirkju safnar fyrir flygli í
kirkjuna. Akureyrarkirkja er rómuð fyrir fagran hljómburð, en þar vantar sárlega flygil svo hægt sé að bjóða upp á enn
fjölbreyttari tónlist.
Eldri barnakór, Stúlknakór og Kór Akureyrarkirkju syngja.Hjónin Petrea Óskarsdóttir flautuleikari og Þórarinn Stefánsson
píanóleikari leika saman. Birkir Blær Óðinsson, 12 ára gítarleikari tekur gítarsóló meðEyþóri Inga
Jónssyni, organista.Helena G. Bjarnadóttir syngur með Unu Björgu Hjartardóttur flautuleikara ogSigrúnu Mögnu
Þórsteinsdóttur, organista.Nýstofnaður karlakvartett Hjalta Jónssonar kemur fram í fyrsta sinn.Óskar Pétursson tenór
syngur sína uppáhalds hátíðartónlist.Haukur Ágústsson, stofnandi hljóðfærasjóðsins flytur negrasálma
ásamt Daníel Þorsteinssyni píanóleikara.
Kynnir er Gísli Sigurgeirsson
Aðgangseyrir er kr. 2.500.