Sunnudaginn 10. október er 18. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Sálmarnir sem sungnir verða í guðsþjónustu kl. 11 eru: nr. 218: Himnafaðir hér, nr. 26: Nú gjaldi Guði þökk, nr. 18b: í gegn um lífsins æðar allar og nr. 243a: Lát þitt ríki, ljóssins Herra.
Sunnudaginn 10. október, 18. sunnudag eftir þrenningarhátíð, er guðsþjónusta í kirkjunni kl. 11. Prestur er Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða sönginn og organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sálmarnir sem sungnir verða eru: nr. 218: Himnafaðir hér, nr. 26: Nú gjaldi Guði þökk, nr. 18b: í gegn um lífsins æðar allar og nr. 243a: Lát þitt ríki, ljóssins Herra.
Ritningarlestrarnir eru: Mós. 20.1-17 og 1. Kor. 1.4-9.
Guðspjallið er Mark. 12.28-34
Kórinn mun syngja Nú bráðum vetrar byrja él sem er írskt þjóðlag í útsetningu Stanford. Textinn er eftir Boye - Valdimar Briem (sálmur 485)