11.01.2005
Alþjóðleg samkirkuleg bænavika verður haldin á vegum trúfélaga á Akureyri 16.-23. janúar. Alþjóðleg nefnd á vegum alkirkjuráðsins og rómversk kaþólsku kirkjunnar hefur undirbúið efnið að þessu sinni í Slóvakíu. Yfirskrift vikunnar í ár er: "Kristur, eini grundvöllur kirkjunnar". Fylgir þessu efni til daglegra bæna fyrir einstaklinga, hópa og söfnuði. Undirbúningsnefndin á Akureyri mun standa fyrir bænastundum í söfnuðunum og sameiginlegri samkomu í Péturskirkju kaþólska safnaðarins fimmtudaginn 20. janúar klukkan 20:00. Vilja aðstandendur hvetja trúað fólk að biðja um einingu kirkjunnar sérstaklega bænavikuna.