Barnakórastarfið hefst að nýju fimmtudaginn 7. janúar.
Æfingarnar eru í kapellu kirkjunnar og æfir Yngri barnakórinn (2.-4. bekkur) kl. 14.00-15.00 og Eldri barnakórinn (5.-7. bekkur) kl. 15.00-16.00. Nýjir félagar velkomnir (skráning hér). Stjórnandi er Sigún Magna Þórsteinsdóttir og henni til aðstoðar er Sigríður Hulda Arnardóttir.
Þriðjudaginn 12. janúar hefst fermingarfræðslan.
Hópur I, Brekkuskóli mætir í Safnaðarheimilið kl. 15.15.
Miðvikudaginn 13. janúar hefst barna- og æskulýðsstarfið.
Kirkjukrakkar (1.-4. bekkur) kl. 15.00-16.00, TTT-starfið (5.-7. bekkur) kl. 15.30-17.30 og ÆFAK æskulýðsfélag Akureyrarkirkju (8.-10. bekkur) kl. 20.00-21.30. Nýjir félagar velkomnir í alla hópa (skráning hér). Umsjón með starfinu hefur Sonja Kro ásamt ungleiðtogum.